Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Ópera fyrir tvo - Aríur og dúettar, lög og ljóð

Tíbrá tónleikaröð

  • 25.3.2018, 20:00, 4200

Dísella Lárusdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Bjarni Frímann Bjarnason píanisti flytja óperu aríur og dúetta með fléttu af lögum og ljóðum.

Dísella Lárusdóttir sópran, Gissur Páll tenór og Bjarni Frímann Bjarnason píanisti, flytja senur úr elskuðustu óperum ítölsku óperubókmenntanna. Fluttur verður ljóðaflokkur e. Franz Liszt við ljóð Petrarka og Mädchenblumen op.22 e. Richard Strauss við ljóð Felix Dahn. Einnig munu hljóma 2 af ljóðum Henry Purcell í umritun Benjamin Britten.

Hér má sjá brot frá æfingu hjá þeim í vikunni þar sem þau flytja aríu Violettu Sempre libera úr La Traviata eftir Guiseppe Verdi.