Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Meet me at MoMA

Listir, söfn, aðgengi og alzheimer

  • 19.9.2017, 20:00, Frítt inn

Francesca Rosenberg, deildarstjóri fræðsludeildar Nútímalistasafnsins (MoMA) í New York, heldur fyrirlestur um dagskrána ‘Meet me at MoMA' sem tileinkuð er alzheimer-sjúkdómnum. Einnig fjallar hún um hvernig safnið hefur komið til móts við sjón- og heyrnaskerta. Dagskrá MoMA hefur haft gríðarleg áhrif víða um heim, tengt söfn og fræðimenn í átaki þeirra að opna umræðuna um aðgengi og almenn lífsgæði í safnaheiminum. Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.

Ókeypis aðgangur.

Fyrirlesturinn er á vegum Minnismóttöku Landspítala Íslands, Safnafræða Háskóla Íslands, Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og FÍSOS.

Hann er tengdur málþinginu Listir og menning sem meðferð: Íslensk söfn og alzheimer sem haldið er í Ráðhúsi Reykjavíkur og Listasafni Íslands, 20. september frá 13:00 – 18:00.