Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Vísnagull

Fjölskyldustundir

  • 9.9.2017, 14:00, Frítt inn

Þátttökutónleikar á léttum nótum fyrir 1 – 3 ára börn í fylgd foreldra og/eða ömmu og afa þar sem sungnar verða þekktar perlur og barnagælur. Tónleikagestum býðst að taka undir söng og taka þátt í flutningi með klappi og smáhljóðfærum. Við klöppum saman lófunum og ríðum heim til Hóla svo eitthvað sé nefnt. Vísur og þulur úr bókinni Vísnagull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi verða flutt á tónleikunum. Hugmyndasmiður Vísnagulls, Helga Rut Guðmundsdóttir, mun  leiða þátttakendur í söng og hljóðfæraslætti ásamt fleirum.

Vísnagullsbandið skipa að þessu sinni:

Helga Rut Guðmundsdóttir á píanó

Hannes Þ. Guðrúnarson á gítar

Ingunn Huld Sævarsdóttir á flautu

Elín Sif Halldórsdóttir, söngur