Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • Erna-Vala-salurinn

Erna Vala - lokatónleikar

Listaháskóli Íslands

  • 14.8.2017, 20:00 - 22:00, Frítt inn

Erna Vala, píanóleikari, flytur verk eftir Debussy, Mozart, Rakhmanínov og Schumann á lokatónleikum sínum frá LHÍ.

Efnisskrá:

Claude Debussy (1862-1918)
Pagodes úr Estampes
W. A. Mozart (1756-1791)
Sónata í D-dúr nr. 18, K576
   - I. Allegro
   - II. Adagio
   - III. Allegretto

Sergej Rakhmanínov  (1873-1943)
Etudes-Tableaux 
    - op. 33 nr. 5 í d-moll
    - op. 39 nr. 5 í es-moll
    - op. 39 nr. 6 í a-moll

hlé

Robert Schumann (1810-1856)
Sinfónískar etýður op. 13

Erna Vala hefur gaman af því að ferðast og spila tónlist á hinum ýmsu stöðum. Síðustu ár hefur hún lagt mikið upp úr því að sækja námskeið erlendis, og að spila og halda tónleika út um allar trissur.

Henni hefur alltaf þótt gaman að spila og finnst það vera eitt það mikilvægasta í sínu fari sem hljóðfæraleikari.

Eftir bakkalárnám við Listaháskóla Íslands og Síbelíusarakademíuna í Helsinki síðustu fjögur ár heldur hún áfram í meistaranám í Helsinki í haust. Hún hefur verið undir leiðsögn Peter Máté í Listaháskólanum en hjá Hömsu Juris í Helsinki.

Fyrir utan að spila mjög mikið á píanó seinustu ár hefur hún einnig stundað fjallgöngur og hlaup. "Það er svolítið mikið frelsi að geta farið út í náttúruna, en ef maður pælir í því þá er eiginlega ennþá meira frelsi fólgið í að geta spilað hvað sem maður vill hvenær sem er, og fyrir hvern sem vill hlusta" segir Erna Vala.