Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • Elmar Agnes Marcin

Ástarsöngvar

Í Salnum

  • 10.8.2017, 19:30, 2.900,-

Elmar Gilbertsson tenór og Agnes Thorsteins mezzósópran syngja um ástir og ástleysi milli mezzó og tenórs með aðstoð píanóleiks Marcin Koziel.

Elmar Gilbertsson tenór og Agnes Thorsteins mezzósópran syngja um ástir og ástleysi milli mezzó og tenórs með aðstoð píanóleiks Marcin Koziel.

Elmar Gilbertsson

útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz 2007 og síðar með meistarapróf í óperusöng frá Konunglega tonlistarháskólanum í Den Haag. Elmar hefur á síðustu árum sungið mikið í Benelúx löndunum, Þýskalandi, Frakklandi og hér heima og árið 2014 og 2016 hlaut hann Grímuverðlaun Íslensku sviðslista akademíunnar fyrir söng sinn. Hann hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin þau sömu ár.

Agnes Thorsteins

Útskrifaðist með Bakkalársgráðu með láði vorið 2016 við Tónlistarháskólann í Vínarborg og stundar nú Meistaranám. Agnes steig fyrst á óperusvið sumarið 2012 sem Marcellina úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Hlutverk eins og Cherubino úr sömu óperu, Sesto úr La Clemenza di Tito, Carmen úr samnefndri óperu eftir Bizet o.s.frv fylgdu. Síðasta árið hefur Agnes unnið í Þýskalandi við Óperuhúsin í Krefeld og Mönchengladbach og sungið m.a  Lola úr Cavalleria Rusticana eftir Mascagni, Orfeo úr Orfeo ed Euridice eftir Gluck og Hänsel úr Hänsel und Gretel eftir Humperdinck. September 2016 debúteraði hún með Sinfoníuhljómsveit Íslands undir stjórn Leo Hussain.

Marcin Koziel býr og starfar í Vínarborg

Sem meðleikari hefur hann spilað í mörgum tónlistar-og óperuhúsum í víðsvegar í Evrópu .Marcin hefur spilað með söngvurum í ýmsum alþjóðlegum söngkeppnum. Má þar nefna keppnir eins og Robert Schumann keppnina í Zwickay, Maria Callas Grand Prix í Aþenu, Belvedere í Vín og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir sem besti hljóðfæraleikarinn. Marcin hefur séð um tónlistarstjórn í uppfærslum eins og Der von Homburg (Theater an der Wien, 2009), Elektra (Teatr Wielki, Varsjá 2010),Jakob Lenz ( Varsjá 2011), Medeamaterial (Varsjá 2012), Parsifal( Poznan 2013), Ariadne auf Naxos, Tristan und Isolde (Varsjá 2015/16), Hamlet (Vín 2016). Frá árinu 2010 hefur Marcin verið sem meðleikari við Tónlistarháskólann í Vín og síðan 2012 hefur hann einnig þjálfað söngvara við The Junges Ensemble at Theater an der Wien.