Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • LHÍ Elísa

Útskriftartónleikar: Elísa Elíasdóttir

Klassískur fiðluleikur

  • 17.5.2017, 20:00, Aðgangur ókeypis

Á lokatónleikunum verða m.a. flutt verk eftir J.S. Bach, Beethoven, G. Fauré og F. Kreisler. Richard Simm leikur með á píanó. Tónleikarnir verða í Salnum, Kópavogi þann 17. maí 2017 kl. 20.00 - allir eru hjartanlega velkomnir.

Elísa Elíasdóttir hóf Suzuki fiðlunám 5 ára gömul. Skömmu síðar bætti hún píanóleik við og hefur stundað fiðlu- og píanónám jafnhliða síðan. Lengst af var Elísa í fiðlunámi hjá Mariu Weiss í Tónlistarskóla Árnesinga en eftir dvöl í Austurríki og Kanada fór hún til Unu Sveinbjarnardóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að loknum framhaldsprófum sótti Elísa um í Listaháskóla Íslands. Þaðan mun hún ljúka B.Mus gráðu í fiðlu- og píanóleik vorið 2018. Fiðlutónleikar þessir eru hluti af lokaverkefni hennar. Aðalkennarar Elísu eru Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Peter Máté á píanó.