Aðgengi og staðsetning

Staðsetning

Salurinn er staðsettur í nágrenni miðbæjar Kópavogs, Hamraborg 6, í færi við aðrar menningarstofnanir bæjarins. Á sama svæði eru Gerðasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs og sjálft kennileyti bæjarins, Kópavogskirkja.  

Aðgengi fyrir fatlaða

Gott aðgengi er fyrir fatlaða í Salinn. Sérstök bílastæði eru fyrir hreyfihamlaða norðanmegin við húsið rétt við aðal innganginn. Lyfta er í húsinu og ákveðin stæði fyrir hjólastóla eru í salnum. Vinsamlegast takið fram í miðasölu ef þörf er á hjólastólastæðunum þar sem fjöldi þeirra er takmarkaður.

Bílastæði

Næg bílastæði eru í nágrenni Salarins. Norðanmegin við 
Salinn er bílastæðahús á tveimur hæðum og jafnframt eru bílastæði vestanmegin við húsið 
við Gerðarsafn.  Hitalögn er í stéttum á helstu göngul
eiðum að Salnum.