Fréttir

Auglýst eftir umsóknum í Tíbrá

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Tíbrá tónleikaröðina fyrir veturinn 2018 - 2019. Umsóknir skal senda á salurinn@salurinn.is

6.2.2018

Salurinn auglýsir eftir umsóknum fyrir Tíbrá tónleikaröðina fyrir starfsárið 2018-2019.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2018.

Sóst er eftir viðburðum af öllum stærðum og gerðum og nýrri sýn hvort heldur í klassík, jazzi, rappi, poppi eða annarri tónlistarstefnu.

Eftirfarandi þarf að fylgja umsóknunum: 

  • Ferilskrá flytjenda og hópa. 
  • Efnisskrá eða lýsing á tónleikunum.
  • Myndir af flytjendum.
  • Símanúmer og netföng. 
  • Ennig væri gott að fá upplýsingar um óskatíma flytjenda. 

Umsóknir sendist á salurinn@salurinn.is merkt UMSÓKN 2018-2019 

Valið er úr umsóknum og verður öllum svarað að því loknu. 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2018. 

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Salarins, Aino Freyja, í síma 44 17 502
Miðasala
44 17 500