Fréttir

20% afsláttur af miðaverði í forsölu á tónleika í Tíbrá tónleikaröðinni til 15. ágúst.

Forsölutilboðið gildir til 15. ágúst.

29.6.2017

Á Tíbrá tónleikum haustsins koma fram-úrskarandi tónlistarmenn fram á fjöl-breyttum og áhugaverðum tónleikum.   Tangóar, rómantík, ljóðatónar, jólalög, jazz, klassík, gítartónar ofl. 

Tíbrá tónleikaröð Salarins heldur áfram í haust þar sem framúrskarandi tónlistarmenn koma fram á fjölbreyttum og áhugaverðum tónleikum.  Á efnisskránni eru tangóar, rómantík, ljóðtónar, jólalög, jazz, klassík, gítartónar og margt fleira. Tónlist eftir Miles Davis, Robert Schumann, Gustav Mahler, Piazzolla, De Falla, Bartók, Sarasate og marga fleiri.

Meðal þeirra sem koma fram eru: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Jóhann Kristinsson, Gissur Páll Gissurðarson, Svanlaug Jóhannsdóttir, Bergþór Pálsson, Hlöðver Sigurðsson, Viðar Gunnarsson, Fransisco Javier Járegui, Björn Thoroddsen, Lay Low, Friðrik Karlsson, Ingó H. Geirdal, Beggi Smári, Erla Stefánsdóttir, Fúsi Óttarsson, Páll Palomares, Eva Þyri Hilmarsdóttir, Ammiel Bushakevitz, Ari Bragi Kárason, Snorri Sigurðsson, Kjartan Valdemarsson, Róbert Þórhallsson, Einar Scheving, Agnar Már Magnússon, Matthías Stefánsson, Matti Kallio, Gunnar Hilmarsson, Gunnar Hrafnsson ofl.  

Kvintettinn Of Miles and Men skipaður þeim Ara Braga Kárasyni, Snorra Sigurðarsyni, Kjartani Valdemarssyni, Róberti Þórhallssyni og Einari Scheving hefur leikinn 23. september með tónleikum þar sem þeir leika tónlist af löngum og glæstum ferli trompetleikarans Miles Davis. Í lok september fagnar Gítarveisla Björns Thoroddsen tíu ára áfanga en veislan hóf göngu sína í Salnum árið 2007. Með honum að þessu sinni verða Lay Low, Friðrik Karlsson, Ingó H. Geirdal, Beggi Smári, Erla Stefánsdóttir og Fúsi Óttarsson.

Í október stígur Svanlaug Jóhannsdóttir á svið ásamt fimm mann hljómsveit þremur dönsurum með dunandi tangótónlistarsýningu þar sem lög Piazzoll og annarra tónskálda innblásna af tangótónum verða flutt. Hinn stórefnilegi barítónsöngvari Jóhann Kristinsson ásamt margverðlaunaða píanóleikaranum Ammiel Bushakevitz flytja glæsilega ljóðtóna með verkum eftir Shcumann og Mahler þann 19. október. Tveimur vikum síðar eða 3. nóvember  mætir Duo Atlantica til leiks með mezzósöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og gítarleikaranum Fransisco Javier Jáuregui og flyta áheyrendur í tónlistarferðalag um latnesku Ameríku, þar sem koma við sönglög frá Argentínu, Puerto Rico, Kúbu, Mexíkó og Brasilíu.

Í nóvember flytja fiðluleikarinn Páll Palomares og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir áheyrendur þvert yfir Evrópu í tónum með viðkomu í Ungverjalandi, Þýskalandi og á Spáni. Í lok nóvember setja Sætabrauðsdrengir tóninn fyrir jólin í Salnum með einstökum jólatónleikum þar sem léttleiki og húmor ráða ríkjum eins og þeim einum er lagið. Sætabrauðsdrengina skipa stórsöngvararnir Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson.

Tíbrá naut vinsælda síðastliðinn vetur og gefst nú gestum tækifæri til að tryggja sér miða á góðum kjörum á besta stað!

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Toyota.
Miðasala
44 17 500