Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Kvöldstund með bæjarlistamanni á Safnanótt

Jón Ólafsson fær Sigtrygg Baldursson bæjarlistamann Kópavogs í heimsókn í Salinn.

  • 2.2.2018, 21:00 - 22:00, Frítt

Jón Ólafsson fær Sigtrygg Baldursson bæjarlistamann Kópavogs í heimsókn í Salinn. Það verður stuð þegar þeir félagarnir fara yfir fjölbreyttan og skemmtilegan feril Sigtryggs.

Sig­trygg­ur Baldurssoner bæjarlistamaður Kópavogs. Hann hef­ur verið virk­ur tón­list­armaður til margra ára, allt frá ní­unda ára­tug síðustu ald­ar þegar hann byrjaði að leika í hljóm­sveit­inni Þeyr og síðar Kukl. Þar kynnt­ist hann nokkr­um tón­list­ar­mönn­um sem síðar  spiluðu með hon­um í Syk­ur­mol­un­um en hljóm­sveit­in var sú fyrsta sem starfaði alþjóðlega og gerði út­gáfu­samn­inga um all­an heim.
Hann stofnaði Bogomil og Millj­óna­mær­ing­ana árið 1992 en flutti utan árið 1993 þar sem hann starfaði við ýmislegt tónlistartengt næstu 10 árin í Banda­ríkj­un­um og Hollandi.
Eft­ir heimkomuna hef­ur hann starfað að ýms­um verk­efn­um inn­an tón­list­ar­geir­ans og gegnt trúnaðar­störf­um í ráðum og nefnd­um, bæði á inn­lend­um og nor­ræn­um vett­vangi. Hann stýrði þáttunum Hljómskálinn á RUV sem voru um íslenska tónlist og hlutu tvenn Edduverðlaun. Hann spil­ar einnig með ýms­um tón­list­ar­mönn­um svo sem Em­ilíönu Torr­ini, Tom­asi R. Ein­ars­syni og fleir­um.
Sig­trygg­ur gegn­ir nú stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá ÚTÓN, út­flutn­ings­skrif­stofu ís­lenskr­ar tón­list­ar.

 Jón Ólafsson er einn af okkar þekktari tónlistarmönnum og er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk auk þess að hafa sent frá sér þrjár sólóplötur, tónlistarstýrt fjölda söngleikja og komið að gerð yfir 100 platna með einum eða öðrum hætti. Jón hefur einnig verið duglegur við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi þegar sá gállinn er á honum og einhverjir muna eftir útvarpsþáttunum Léttir sprettir á Rás 2 og sjónvarpsþáttunum Af fingrum fram sem unnu m.a. til Edduverðlauna á fyrsta ári.  Spjalltónleikaröð hans í Salnum ber sama nafn og hefur gengið fyrir fullu húsi síðustu 9 árin. Jón er afkastamikill lagahöfundur og einhverjir kannast við lögin Alelda, Líf, Sunnudagsmorgunn og Flugvélar svo dæmi séu nefnd.  Fyrir nokkrum árum skrifaði hann ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvara.

Jón hlaut heiðursverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra en þau nefnast Lítill fugl og eru veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr í umfjöllun, ræktarsemi og kynningu á íslenskri tónlist. Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi á Safnanótt. Heildardagskrána má sjá á síðu Kópavogsbæjar.