Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Strákarnir syngja MICHAEL BUBLÉ!  

Tónleikar í Salnum, Kópavogi, 27.apríl 2018 kl.20:30

  • 27.4.2018, 20:30 - 22:30, 4900

Frábær kvöldstund með þeim Arnari Dór, Arnari Jóns og Páli Rósinkranz þar sem þeir munu flytja lög Michael Bublé, Kanadíska söngvarans geðþekka

Flestir þekkja Michael Bublé, Kanadíska söngvarann geðþekka. Hann varð heimsfrægur árið 2005 með plötu sinni "It's Time" og 2007 með "Call Me Irresponsible" sem náði toppnum í fjölmörgum löndum. Bublé kom jazz-tónlistinni aftur á popp-vinsælarlistana og hefur selt yfir 55 milljónir platna um heim allan. 

 Á tónleikunum í Salnum mun léttleiki og hamingja vera í fyrirrúmi hjá þeim Arnari Dór, Arnari Jóns og Páli Rósinkranz ásamt stórri hljómsveit. Þeir munu flytja frumsamin lög Bublé á borð við "It's a Beautiful Day", "Lost", "Everything" og "Home" ásamt fjölmörgum tökulögum sem hann hefur endurvakið í gegn um tíðina og sett í jazz- og blús-búning t.d. "Fever", "Feeling good", Georgia on my mind" o.fl. 

 Fram koma:

 Arnar Dór - Söngur

Arnar Jóns - Söngur

Páll Rósinkranz - Gestasöngvari

Óskar Einarsson - Hljómborð

Páll Elfar Pálsson - Bassi

Jón Borgar Loftsson - Trommur

Pétur Erlendsson - Gítar

Rafn Hlíðkvist Björgvinsson - Píanó

Alma Rut - Söngur og raddir

Ásamt Brasssveit Óskars Einarssonar