Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Krummi krunkar í kuldanum

Fjölskyldustund

  • 24.2.2018, 13:00 - 13:45, Frítt inn

Svanlaug Jóhannsdóttir, söngur og sögumaður, Catherine Maria, sellóleikari, Hafdís Vigfúsdóttir, flautleikari og Laufey Sigrún Haraldsdóttir, píanóleikari.

Krummi er ósköp svangur, kaldur og hrakinn. Hvað getur hann gert? Gæti einhver hjálpað? Fjórir tónlistarmenn segja söguna af krumma. Inn í sögunna er fléttað þjóðlögum, nokkrum sem allir kunna og öðrum sem sjaldnar heyrast.

Áhorfendur kynnast hljóðfærum tónlistarmannanna í gegnum söguna og fá tækifæri til að syngja með í lokin.

Tónleikarnir eru liður í Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem fara fram á hverjum laugardegi. Ókeypis inn og allir velkomnir.