Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Sálin meðal strengjanna - víólan 

Tíbrá tónleikaröð

  • 20.1.2018, 16:00 - 18:00, 4200

Víóluleikarinn Ásdís Valdimarsdóttir og píanóleikarinn Marcel Worms flytja metnaðarfulla efnisskrá með verkum fyrir víólu og píanó eftir ofsótt tónskáld 20. aldarinnar.

Ásdís og Marcel leika verk fyrir víólu og píanó, sem flest hafa ekki áður verið flutt á Íslandi, eftir tónskáld sem voru Gyðingar og þurftu að flýja heimaslóðir sínar og/eða voru ofsóttir. Eru þetta verk eftir tónskáldin Mieczyslaw Weinberg, Felix Mendelssohn,  Dmitri Shostakovich og Dick Kattenburg.

Efnisskrá:

Felix Mendelssohn (1809 - 1847)
Sónata fyrir víólu og píanó

Mieczysław Weinberg (1919 - 1996)

Sónata op. 28

HLÉ

Dick Kattenburg (1919 - 1944)
Allegro Moderato

Dmitri Shostakovich (1906 - 1975)

Sónata fyrir víólu og píanó

Um efnisskrána:

Sónatan fyrir víólu og píanó
eftir Felix Mendelssohn er eitt af þeim verkum sem lengst af voru ekki gefin út. Hann skrifaði hana aðeins 15 ára gamall, 14. febrúar árið 1824, en hún var ekki gefin út fyrr en árið 1966.

Þetta er yndislegt verk í þremur köflum og er mjög velkomið í efnisskkrá víólu leikara- en það eru ekki til mjög mörg verk frá rómantíska tímabilinu fyrir víólu og píanó.

Pólska tónlkáldið Mieczysław Weinberg fæddist í Warsaw árið 1919. Hann var Gyðingur og flúði undan nasistum árið 1939 til Sovíetríkjanna. Þar hélt hann áfram í tónlistarnámi og kynntist meðal annarra Dimitry Shostakovich. Þeir urðu góðir vinir og Shostakovich hjálpaði hinum unga Weinberg að koma sér fyrir í tónlistarlífinu í Moskvu. Hann var hins vegar lengst af utangarðs maður þar og fékk ekki mikla athygli fyrir verk sín fyrr en seinna meir. Árið 1953 var hann handtekinn fyrir að vera Jewish Bourgeois Nationalist. Shostakovich reyndi að hjálpa honum en sem betur fór bjargaðist hann úr fangelsinu þegar Stalin lést fljótlega eftir þetta. Hann bjó í Moskvu eftir handtökuna og vann fyrir sér með píanóleik og tónsmíðum. Þeir Shostakovich og Weinberg voru nágrannar og gerðu mikið af því að sýna hvor öðrum verkin sín og ræða hugmyndir sínar um tónlist og tónsmíðar. Shostakovich var mjög hrifinn af verkum Weinbergs og margir helstu tónlistarmenn borgarinnar fluttu werkin hans. Hann skrifaði sónötuna op. 28 árið 1945 fyrir klarinet og píanó - en víólu útgáfan var gerð síðar. Verkið er í þremur köflum og býr yfir mikilli dýpt og fegurð.

Dick Kattenburg var hollenskur gyðingur sem dó í Auswitch árið 1944, stuttu fyrir stríðs lok aðeins 24 ára gamall. Lengst til var haldið að aðeins eitt af verkunum hans hefði lifað seinni heimsstyrjöldina af, en árið 2004 fannst kassi á háalofti í Amsterdam sem geymdi um 30 önnur verk eftir hann.  Árið 2010 gerðum við, kammer hópurinn Leo Smit Ensemble, upptöku af ýmsum kammer verkum eftir hann- og meðal annars þennan dásamlega sónötu kafla fyrir víólu og píanó. Því miður tókst honum ekki að klára sónötuna en aðeins þessi kafli og brot úr Scherzo kafla var í kassanum á háaloftinu.

Shostakovich skrifaði sitt hinsta verk fyrir víólu og píanó. Þessi sónata býr yfir miklu harmi en líka gáska og fer allan skalann þar á milli. Tónskáldið kláraði verkið í Júlí 1975 aðeins nokkrum vikum fyrir andlát sitt. 

Sónatan er í þremur köflum, sem allir eru mjög ólíkir. Fyrsti kaflinn byrjar með pizzicató í víólunni einni og breiðist smám saman út í villta hljóma. Annar kaflinn er trylltur og kaldhæðinn dans og sá þriði ber undirtitilinn Adagio til minningar um Beethoven og vitnar hann þar meðal annars í Tunglskins sónötuna. Síðasti kaflinn býr yfir miklu tilfinninga flæði og er eins konar uppgjör deyjandi manns.

Við bjóðum  20% afslátt ef keyptir eru miðar á þrenna tónleika eða fleiri í Tíbrá tónleikaröðinni! 
Kaupa áskrift.

Allegro Moderato eftir Dick Kattenburg