Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Flottasta áhöfnin í flotanum

Sjómannalög

  • 10.11.2017, 20:00, 5900
Kvöldstund með okkar góðkunna leikara og söngvara, Jóhanni Sigurðarsyni.  Hann mun syngja skemmtileg sjómannalög, bæði gömul og ný, segja sögur og fara með gamanmál.  Með honum verður fimm manna hljómsveit skipuð valinkunnum hljóðfæraleikurum.

Jóhann Sigurðarson leikari og söngvari syngur sjómannalög, bæði ný og gömul, segir sögur og fer með gamanmál.  Með honum spila Birgir Nielsen á trommur, Friðrik Sturluson á bassa, Karl Olgeirsson á píanó, orgel og harmonikku, Ástvaldur Traustason á harmonikku og píanó, Pétur Valgarð Pétursson á gítar. Frumflutt verða nokkur splunkuný sjómannalög í anda þeirra gömlu.  Tónleikar til heiðurs íslenskri dægurlagahefð og íslensku sjómönnunum.  

Sérstakur gestur á tónleikunum er Egill Ólafson og Jens Hansson saxafónleikari