Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • xx-duo

XX Duo

Tónlistarhátíð Unga Fólksins

  • 9.8.2017, 20:00 - 22:00, 2.500 kr

TUF kynnir með stolti sigurvegara Tónleikakeppni TUF 2017, þær Auði Eddu Erlendsdóttur, klarínettuleikara og Gabriela Jílková, Cimbalomleikara. Saman skipa þær tónlistarhópinn XX Duo.

Efnisskrá:
Béla Bartók: Valin verk úr "For Children / A Gyermekeknek"
György Kurtág: Tre Pezzi op. 38 (1996)
András Gábor Virágh: Quasi Improvvisato (2011) Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: Með Eld (2017) György Kurtág: Tre Altri Pezzi op. 38a (1996) Béla Bartók: Valin verk úr "For Children / A Gyermekeknek"

Um flytjendur og efnisskrá kvöldsins:
Auður Edda og Gabríela kynntust í Búdapest en þær stunda báðar nám við Liszt Tónlistarakademíuna. Þær hafa spilað saman undanfarið ár og komið fram undir merkjum XX Duo bæði í Ungverjalandi og Tékklandi. Þær leggja áherslu á flutning tónlistar frá tuttugustu öldinni, líkt og nafn tónlistarhópsins gefur til kynna, sem og samtímatónlist og frumflutning nýrra verka. Ungversk tónlist verður í aðalhlutverki á þessum tónleikum. Þjóðlagatónlist svæðisins er greinileg í stuttum barnalögum Bartóks og hún er rauði þráðurinn sem tengir saman Tre pezzi og Tre altri pezzi eftir Kurtág. Áhrifa hennar gætir einnig í Quasi improvvisato eftir András Gábor Virágh. Verkið Með eld eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi. Það er byggt á samnefndu ljóði eftir Gerði Kristnýju.