Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Af fingrum fram - Andrea Gylfadóttir

Jón Ólafs og gestir

  • 22.2.2018, 20:30, 4.900,-

Blúsdívan úr Todmobile sló í gegn þegar hún heimsótti Jón Ólafsson fyrir nokkrum árum og nú skal leikurinn endurtekinn.

Þessi magnaða söngkona hefur verið í fremstu röð íslenskra söngvara um árabil allt frá því hún gekk til liðs við Grafík árið 1987.   Andrea er án vafa fremsta blússöngkona okkar Íslendinga og dramatískur söngur hennar með Todmobile hefur glatt þessa þjóð um árabil.

Hún er frábær textahöfundur í ofanálag og það verður af nógu að taka á þessum tónleikum.

Ef keyptir eru miðar á þrenna tónleika eða fleiri í áskrift fæst miðinn á 4.150 kr. í stað 4.900 kr.

Áskriftarkort á Af fingrum fram