Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Af fingrum fram - Bragi Valdimar Skúlason

Jón Ólafs og gestir

  • 1.2.2018, 20:30, 4.900,-

Það má með sanni kalla Braga Valdimar fjöllistamann sem færist frekar í aukana heldur en hitt.

Til að byrja með birtist hann okkur sem Baggalútur með öllu því gríni sem tilheyrir og þar voru skondnir jólatextar framarlega í flokki.  Lagahöfundurinn kom síðan smám saman í ljós og virðist kauði jafnvígur á alla stíla í þeim efnum.  Til að toppa þetta gerðist hann síðan sjónvarpsstjarna og kom þjóðinni á orðbragðið eins og ekkert væri.  Bragi ætlar að syngja þetta kvöld, rétt eins og aðstoðarfólkið Sigríður Thorlacíus og Kristbjörn Helgason. 

Ef keyptir eru miðar á þrenna tónleika eða fleiri í áskrift fæst miðinn á 4.150 kr. í stað 4.900 kr.

Áskriftarkort á Af fingrum fram