Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Af fingrum fram - Hansa

Jón Ólafs og gestir

  • 11.1.2018, 20:30, 4.900,-

Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa), kom alsköpuð sem söngkona fram á sjónarsviðið í uppfærslu Baltasar Kormáks á Hárinu árið 1994 í Íslensku óperunni. 

Í kjölfarið lærði hún leiklist og varð fljótt helsta söngleikjastjarna Borgarleikhússins og hefur þar verið í burðarhlutverkum í Söngvaseiði, Mary Poppins, Chicago og nú síðast Mamma Mia.  Samstarf hennar og Selmu Björnsdóttur var farsælt og nú mætir Hansa með sína stórbrotnu söngrödd í Salinn, Kópavogi, áhorfendum til ánægju og yndisauka.

Ef keyptir eru miðar á þrenna tónleika eða fleiri í áskrift fæst miðinn á 4.150 kr. í stað 4.900 kr.

Áskriftarkort á Af fingrum fram