Viðburðir framundan
Viðburðir framundan

Krílaklassík

Fjölskyldustund í Salnum

  • 27.5.2017, 14:00, Aðgangur ókeypis

Laugardaginn 27. maí kl. 14 verður boðið upp á Krílaklassík á fjölskyldustund í Salnum. Í þessari samverustund eru yngstu krílin sérstaklega boðin velkomin ásamt foreldrum, afa og ömmu eða eldri systkinum.

Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari opnar töfrakistuna sína.  Þegar viðarkubbar í undarlegum formum og kannski sitthvað fleira kemur upp úr hljóðfærakassanum er full ástæða til að undrast. Til hvers eru böndin og skrúfurnar og prikin með hárunum? Og tekst tónlistarfólki að töfra fram bæði framandi hljóma og kunnuglega og kannski dusta rykið af nótum sem skrifaðar voru af undrabarninu Mozart fyrir langa langa langa löngu? Í þessari samverustund eru yngstu krílin sérstaklega boðin velkomin ásamt foreldrum, afa og ömmu eða eldri systkinum.