Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • Guðrún Birgis+Selma

Tónlistarstund - Ljúfir tónar

Hádegistónleikar

  • 17.5.2017, 12:15, Aðgangur ókeypis

Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leika nokkrar sígildar perlur eftir Vivaldi, Bach, Grieg, Elgar og Rachmaninoff og að lokum munu nokkrir valdir tónar eftir Sigfús Halldórsson hljóma í Salnum.  

Í apríl síðast liðnum fóru þær Guðrún og Selma ásamt Martial Nardeau flautuleikara í tónleikaferð til Kína og léku í borgunum Peking, Zhuji, og Yangzhou. Þær hafa komið fram saman í París og fleiri borgum í Frakklandi, í Berlín og víða á Íslandi og fóru í viðamikla tónleikaferð til Kína árið 2013.