Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • LHÍ Herdís

Diplomatónleikar Herdísar Mjallar

Útskrift úr Listaháskóla Íslands

  • 18.5.2017, 20:00, Aðgangur ókeypis

Útskriftartónleikar úr Listaháskóla Íslands, Herdís Mjöll leikur verk frá öllum heimshornum. 

Fantasia og Micropieces eftir brasilíska tónskáldið Andersen Viana, síðasta hluta einleikspartitu í d-moll fyrir fiðlu, Ciacconne eftir konung barrokktímabilsins J. S. Bach, Zigaunerweisen eða sígunaljóð eftir Pablo de Sarasate frá Spáni og að lokum sónötu fyrir píanó og fiðlu í c-moll eftir Ludwig. V. Beethoven.

Herdís Mjöll er fædd árið 1997 og hóf tónlistarnám sitt á fiðlu þegar hún var fimm ára gömul. Hún byrjaði í Allegro Suzukiskólanum þar sem aðalkennari hennar var Lilja Hjaltadóttir. Þaðan fór hún í Tónlistarskóla Reykjavíkur en stundar nú nám við Listaháskóla Íslands á Diplomabraut undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Eðvaldsdóttur og er að halda þessa tónleika að tilefni útskriftar þaðan. Hún hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum bæði á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Þar á meðal Harpa International Music Academy, Valdres Sommersynfoni í Noregi og svo síðastliðið sumar tók hún þátt í Chautauqua Summer Music Festival í New-York fylki. Árið 2014 vann hún fyrir „besta atriði“ Nótunnar ásamt kvartett og hún hefur komið tvisvar fram sem einleikari með hljómsveit. Í fyrra skipti var það eftir samkeppni Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún lék Poéme eftir Ernést Chausson með hljómsveit skólans. Síðastliðin janúar spilaði Herdís Mjöll Mendelssohn fiðlukonsert í e-moll með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem ein af ungum einleikurum. Það er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Sinfóníunnar sem fer fram ár hvert og þrír til fjórir útvaldir fá að spila með hljómsveitinni.

Á tónleikunum koma fram verk frá mörgum mismunandi tímum og heimshornum. Tónleikarnir hefjast með tveimur stuttum einleiksverkum eftir Andersen Viana (1962-), aktívt tónskáld sem kemur frá bænum Belo Horizonte í Brasilíu. Fantasieta einkennist af dramatískum ritmabreytingum og dýnamískum línum og seinna verkið Micropieces er samansett af 14 litlum lagabútum sem taka hvor um sig 2-5 sekúntur.  Annað á dagskrá er síðasti hluti einleikspartitu í d-moll fyrir fiðlu, Ciacconne, sem hefur oft verið talað um sem eitt viðamesta verk allra tíma fyrir einleiksfiðlu og er mjög tæknilega krefjandi. Þessi kafli tekur um fimmtán mínútur í flutningi og er þar með lengsti kafli partitunnar. Í honum dregur Bach fram dansform frá barrokktímanum sem nefnist Ciacconne og er sérstakur á þann hátt að áherslan er á öðru slagi í stað fyrsta. Zigaunerweisen eftir spænska tónskáldið Pablo de Sarasate var byggt á seiðandi laglínum rómanska fólksins (sígaunum) og einkennist af syngjandi laglínum og mjög frjálsum tónstigum í fiðlunni. Fiðlusónata í c-moll, Op. 30 eftir L. v. Beethoven var skrifuð um þær mundir sem hann var að byrja að missa heyrnina og það ber merki hversu ótrúlega dramatísk og sjúkleg þessi sónata er. Hún byrjar með dramatísku og tregafullu stefi í píanóinu sem fiðlan svarar svo nokkrum töktum síðar. Styrkleikabreytingar eru mjög miklar og er það sem gerir þessa sónötu svo tæknilega erfiða, ásamt hröðum hlaupum hjá píanó og fiðlu.