Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • Stebbi og Eyfi AUKA

Stebbi og Eyfi: Nína 25 ára

AUKATÓNLEIKAR

  • 16.6.2016, 20:30, 5.900 kr.

Stebbi & Eyfi ásamt hljómsveit og gestasöngvurum fagna 25 ára afmæli dóttur sinnar, Nínu Eyjólfsdóttur. Stiklað á stóru í gegnum Eurovision-söguna, gamanmál og gleðisöngvar úr ýmsum áttum.

Færri komust að en vildu á bráðskemmtilega tónleika Stebba og Eyfa í Salnum á dögunum, hvar fagnað var 25 ára afmæli Nínu Eyjólfsdóttur. Margir hafa í framhaldinu spurt hvort bætt yrði við tónleikum og eftir nokkurt púsluspil er nú afráðið að halda aukatónleika þann 16. júní n.k.

Dagskrá tónleikanna tengist mjög sönglagakeppnum og verða m.a. flutt dásamleg lög sem ekki heyrast á hverjum degi. Sem fyrr verða Jóhanna Guðrún og Bjarni Arason sérstakir gestir, en óhætt er að segja að þau hafi slegið rækilega í gegn á fyrri tónleikunum, rifu nánast þakið af húsinu með kröftugum flutningi.