Viðburðir framundan
Viðburðir framundan
  • Stjörnulýsing á sviði

Fjölbreyttir tónleikar við bestu aðstæður

  • 1.1.2018
  • 1.1.2020

Fjölbreytnin ræður ríkjum í Salnum næsta vetur sem fyrr. Fjöldi tónleika verður á boðstólum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á komandi vetri verður sem fyrr boðið upp á glæsilega og góða tónleika í Salnum. Tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, heldur áfram göngu sinni en þar fær Jón til sín góða gesti sem spjalla, spila og syngja af mikilli gleði og kankvísi.

Áfram verður boðið upp á hádegistónleika undir yfirskriftinni Líttu inn í hádeginu og ber Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari, veg og vanda að þeirri röð eins og undanfarna tvo vetur.

Margir okkar bestu og eftirsóttustu tónlistarmenn munu stíga á svið Salarins næsta vetur og er því tilvalið að fylgjast með því sem í boði verður með því að skrá sig á póstlista Salarins og fá reglulegar fréttir af því sem framundan er sem og tilboð á tónleika í forsölu.