Salurinn auglýsir eftir fjölhæfum starfsmanni

Um er að ræða fjölbreytt starf á fámennum vinnustað. Starfið felst í hefðbundnum skrifstofustörfum fyrri hluta dags og viðveru í miðasölu seinni hluta dags. Starfsmaðurinn vinnur að kynningar- og markaðsmálum í samstarfi við forstöðumann og sér jafnframt um innkaup og umsjón með veitingum.

Ráðningartími og starfshlutfall

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. desember 2017. Starfshlutafall er 100%

Menntunar og hæfniskröfur

Góð almenn tölvukunnátta.
Góð íslensku og ensku kunnátta.
Háskólamenntun er kostur.
Sjálfstæði, ögun og skipulag í vinnubrögðum.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Þekking á tónlistarsenu landsins er kostur.

Launakjör

Starfskjör samkvæmt VR-samningum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2017.

Upplýsingar gefur Aino Freyja, forstöðumaður, í síma 44 17 502 á milli kl. 10-12 virka daga. Einnig má senda fyrirspurn á aino@salurinn.is.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is